18. desember 2017 - 11:08

Jólamót Molduxa 2017
Leikið er eftir hinu stórbrotna og magnaða Monrad kerfi á jólamóti Molduxa þann annan í jólum. Til þess að mótið gangi upp út frá fjölda valla og tíma þá þarf að takmara fjölda við 18 lið. Fyrstu 18 liðin sem skrá sig komast í mótið.
Skráning á netfangið pilli@simnet.is fyrir 20. desember.
Leikið verður............................

21. apríl 2017 - 09:14

Nú nálgast mótið, en fyrstu leikir hefjast kl. 12 laugardaginn 22. apríl.  Mótsgjald á hvern keppanda er krónur 2.000 og greiðist fyrir mót, en innifalið í því er bolur eins og undanfarin ár. Ekki er tekið við kortum.

Búið er að setja upp leikjaplan fyrir mótið og er það hér fyrir neðan.

Um kvöldið verður svo kvöldvaka með hlaðborði í matsal Fjölbrautaskólans, en hann er næsta hús við íþróttahúsið.

8. mars 2017 - 14:33

Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið laugardaginn 22. apríl 2017 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu).
Mótið verður með sama sniði og á síðasta ári og verður boðið uppá þrjá keppnisflokka:

Karlar 40+ ára
Karlar 30+ ára
Kvennaflokkur

Hægt er að fá nánari... 

26. desember 2016 - 18:00

23. jólamót Molduxa í körfubolta hófst í morgun. 18 lið eru skráð til keppni og verður leikið viðstöðulaust fram á seinniparts dags þegar úrslit liggja fyrir. Áður en mótið var sett var Samfélagsviðurkenning Molduxa veitt í annað sinn. Að þessu sinni var það Rannveig Lilja Helgadóttir sem hlaut þann heiður en hún hefur verið ötul í íþróttastarfi í Skagafirði og komið víða við. Meðal annars hefur Rannveig gegnt starfi formanns sunddeildar Tindastóls, gjaldkeri skíðadeildar Tindastóls í um tvo áratugi, var meðal annarra stofnandi fimleikadeildar innan Tindastóls, sem reyndar er ekki starfandi lengur...........................


21. desember 2016 - 22:38

23. jólamót Molduxa í körfubolta verður haldið annan í jólum,
mánudaginn 26 desember í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. 

Mótið verður sett með veitingu samfélagsviðurkenningar Molduxa kl 10:55 og 
fyrstu leikir flautaðir á stundvíslega kl 11:00 ........

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2019 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is