15. apríl 2016 - 13:46

Molduxamót 2016.

Tímaáætlun og upplýsingar.

Upplýsingar.

11.55 Mótið sett
12.00. Mótið byrjar
18.00. Móti lýkur – afhending verðlauna.
20.00. Hlaðborð og skemmtun.........

9. mars 2016 - 10:18

Ákveðið hefur verið að halda hið árlega Molduxamót laugardaginn 16. apríl 2016 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu).
Að þessu sinni verður boðið uppá þrjá flokka eða:


40+
30+
Kvennaflokk

Allar upplýsingar og skráningar eru hjá Val Vals. í síma 861 9802 eða valurvalsson@gmail.com
Takið þessa helgi frá og mætum öll með góða skapið og keppnisandann í lagi.

10. janúar 2016 - 16:47

Nýársfagnaður Molduxa fór fram í gær í Tjarnarbæ, félagsheimili hestamannafélagsins Léttfeta. Fór skemmtunin vel fram þrátt fyrir stuttan, snubbóttan og áfengissnauðan undirbúning kvöldið áður. Flest allir Uxar mættu á svæðið með sínar Gilsbungur og óvenju kurteisa gesti og var það sérstaklega eftirtektarvert hvað Árni Egils var glæsilegur ásýndar með bláu höndina sína.

Eftir að gestir höfðu bragðað á sítrónulegnum flatfiski og hráu sauðakjöti í forrétt voru feðgarnir á grillinu.....................

28. desember 2015 - 10:09

Nesquick sigurvegarar Jólamóts Molduxa

Hið árlega Jólamót Molduxa í körfubolta fór fram annan dag jóla í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Alls tóku átján lið þátt í mótinu, um 150 manns og í fyrsta sinn leikið eftir monrad kerfi. Eftir annasaman dag höfðu meistaraflokksdrengir dæmt 37 leiki og stóð Nesquick uppi sem sigurvegarar mótsins eftir harða úrslitarimmu við Skotfélagið.

 

Mótið er liður í fjáröflun fyrir körfuknattleiksdeild Tindastóls og rennur allur ágóði til hennar og unglingadeildar sem sér um að manna ritaraborðin. Fram að þessu hefur verið leikið í þremur flokkum, opnum-, kvenna- og í flokki eldri en 35 ára en nú var ákveðið að leika í einum riðli eftir monrad kerfin. Það vinnur þannig að það raðar liðum upp af handahófi (random) í fyrstu umferð en eftir það raðast þau upp eftir úrslitum og veljast lið saman af svipaðri getu. Þótti það takast vel og ekki að sjá annað en ætíð væru spennandi leikir á parketinu.

Við mótssetningu var Samfélagsviðurkenningu Molduxa veitt í fyrsta skiptið en hana hlaut Skúli V. Jónsson fyrir dugmikið og óeigingjarnt starf á sviði íþrótta í Skagafirði.

Myndir frá mótinu má nálgast á fésbókarsíðu Molduxa https://www.facebook.com/molduxar/?fref=ts

/PF

19. desember 2015 - 19:00

Jólamót Molduxa

Ákveðið hefur verið að leika eftir hinu stórbrotna og magnaða Monrad kerfi á jólamóti Molduxa þann annan í jólum. Til þess að mótið gangi upp út frá fjölda valla og tíma þá þarf að takmara fjölda við 18 lið. Fyrstu 18 liðin sem skrá sig komast í mótið.

Skráning á netfangið pilli@simnet.is

Leikið verður í einum riðli og er hver leikur  2x10 mín. Miðað við 18 lið verða leiknar 4 umferðir og einn úrslitaleikur í lokin á milli tveggja stigahæstu liðanna.

Kerfið vinnur þannig að það raðar liðum upp af handahófi (random) í fyrstu umferð. Eftir það raðast liðin upp eftir úrslitum (í annarri umferð leika vinningsliðin hvert á móti öðru og tapliðin sín á milli). Hver leikur og úrslit í umferðunum fjórum skiptir því öllu máli fyrir hvert lið.

Vonum að þessi breyting leggist vel í mannskapinn.

Allar upplýsingar um mótið og úrslit verða aðgengileg á Facebook grúppu Jólamót Molduxa.

Gleðileg jól!

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2019 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is