1. mars 2015 - 14:55

Ákveðið hefur verið að halda hið árlega Molduxamót fyrir 40 ára og eldri laugardaginn 25 apríl. í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. ( Síkinu )

Allar upplýsingar og skráningar eru hjá Alla Munda í síma 453 6687 / 865 0819 og

allimunda@internet.is

Takið þessa helgi frá og mætum öll með góða skapið ...............

27. febrúar 2015 - 13:36

Körfuboltahetjurnar í Molduxum brugðu undir sig langferðabíl og héldu til Borgarness sl. föstudag og tóku þar þátt í fimm liða móti þroskaðra körfuboltaiðkenda. Er styst frá því að segja að þeir stóðu sig með afbrigðum vel ef frá er talinn fyrsti leikurinn sem endaði .........................

1. janúar 2015 - 13:40

Íþróttafréttamaður Molduxa hefur valið íþróttamann ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Einnig athyglisverðustu meiðsli ársins og heppnasti maður í heimi.
Lið ársins er byrjunarlið Molduxa á Jólamótinu 2014. Það lagði grunn að glæstum sigri liðsins í flokki +35 sem og í D-riðli sama móts..................

28. desember 2014 - 20:30

176 manns kepptu á Jólamóti Molduxa

Skotfélagið stóð uppi sem sigurvegari í opnum flokki á Jólamóti Molduxa sem fram fór laugardaginn 27. desember sl. Gerðu þeir sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki. Alls tóku 20 lið þátt, 17 í opnum flokki, 2 í +35 og 1 í kvennaflokki. Leikið var í fjórum 5 liða riðlum þar sem flokkar +35, kvenna auk tveggja úr opna flokknum léku saman í D-riðli.

Alls tóku 176 manns þátt í mótinu á öllum aldursstigum, sá yngsti 12 ára en sá elsti 59 ára. Meistaraflokkur Tindastóls í körfunni sá um dómgæslu og krakkar úr yngri flokkum sáu um ritaraborðin. Öll innkoma mótsins alls kr. 300.000,- rennur óskert til körfuboltadeildar Tindastóls.

Molduxar þakka öllum fyrir skemmtilegt mót.

Nokkrar myndir frá mótinu eru hér

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2019 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is