26. desember 2014 - 21:52

Alls hafa 20 lið tilkynnt þátttöku sína í Jólamót Molduxa sem hefst stundvíslega klukkan 12:00 í Síkinu á Sauðárkróki laugardaginn 27. desember 2014.
Leikið verður í fjórum riðlum á þremur völlum og því mikið um færslur hjá liðum á milli valla.
Lögð verður mikil áhersla á að mótið gangi hratt og snurðulaust fyrir sig og að leikir hefjist á réttum tíma.
Hér meðfylgjandi er leikjaniðurröðun mótsins.


14. desember 2014 - 08:21

Jólamót Molduxa

21. jólamót Molduxa í körfubolta verður haldið laugardaginn 27. desember nk. í Síkinu á Sauðárkróki og hefst kl. 12:00.

Keppt verður í opnum flokki, +35- og kvennaflokki.

Gjald á hvert lið er kr. 15.000,- og skal greitt fyrir..............................

14. desember 2014 - 08:20

Jólamót Molduxa 2014

 

Hraðmótsreglur

 

 1. Leiktími er 2 x 12 mín - klukka ekki stöðvuð.                  Tvær mín. skal vera á milli leikhluta.
 2. Við fjórðu villu fer leikmaður útaf  í leik.
 3. Fimm leikm. eiga að hefja leik hjá hverju liði                     ( lágmark 3, annars tapast leikur)
 4. Ef leikur endar jafnt, standa þau úrslit.
 5. Eitt vítaskot er í stað eins, tveggja eða þriggja.
 6. Lið má skipta út leikmönnun að vild.
 7. Dómari skal sjá til þess að vítaskot séu framkvæmd strax eftir brot (5 sek.) Ef einhver leikm. tefur framkvæmd dómsins viljandi skal umsvifalaust dæma tæknivíti á viðkomandi og refsingin vítaskot.
 8. Leikmenn skulu hafa 24 sek. regluna í heiðri og munu dómarar dæma boltann af liði því sem talið er tefja leikinn viljandi.
 9. Fyrir utan þessar reglur gilda reglur KKÍ í móti þessu
 10. Viðhafa skal prúðmannleg framkoma utan sem innan vallar á meðan mótið stendur yfir.
 11. Allir eiga að skemmta sér vel.
 12. Leikmenn efstu deildar Íslandsmótsins í körfubolta hafa ekki þátttökurétt nema með sérstökum úrskurði kærunefndar.
 13. Með lögum skal mót byggja.
 14. Góða skemmtun!
4. nóvember 2014 - 18:49

Föstudagskvöldið 07.11.2014 mun hin árlegi Kjötsúpufundur Molduxa fara fram. Dagskrá er að mér skilst með nokkuð hefðbundnu sniði og þ.e.fyrir utan að nú á að leika Körfuknattleik,móðir allra íþrótta.e.h sem fáir úr hópnum nenna eða geta núorðið.Leikið verður af ...................................................

26. september 2014 - 21:36

Það er að gefnu tilefni sem ég sest við skriftir í þetta skiptið, annars vegar vegna þess að síða þessi er að verða nálægt þeim mörkum sem kallast útdauð í lífríki veraldarinnar, og hins vegar vegna ómaklegra svívirðinga Sveins litla í smáskilaboðum heldur lítilmannlegum sem hann sendi nýverið.En í því kallaði hann............................

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2019 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is