26. febrúar 2013 - 01:59

En nú hvet ég menn til að fara að henda e.h hér inn,allavega vikulega það þarf ekki að vera mikið,bara lítil tilkynning,mynd,frétt,vídeó,gamlir Molduxa-textar,níðvísur um Árna Egils eða bara hvað sem er.Ég læt fylgja hér með mynd af sigurliðinu í síðustu spurningakeppni.

VK # 34

26. febrúar 2013 - 01:41

Reglulega röflar eldra barnið frá Tungu um það að við reynum að halda síðuni okkar lifandi og gerir svo ekkert í því sjálfur,en ég tel að hann ætti að fara fram hér á ritvellinum,og vera okkur hinum til fyrirmyndar að því leiti.En hann er eftir vonum,við litlu að búast frá honum.Hann er kanski enn að jafna sig eftir tapið í spurningakeppninni,þar sem hann hringdi í Olla vin sinn til að leita svara við öllum spurningunum sem hans lið fékk rétt fyrir.................

 

26. febrúar 2013 - 01:39

Pilli Prakkó nýtur að mínu mati nokkurskonar friðhelgi hér hann er jú ritstjóri á héraðsblaði,á nv-landi,svæði sem aldrei gerist nokkur hlutur,hann getur örugglega bara ekki meir þegar vinnu er lokið.Auk þess er hann að æfa leikrit núna.

Mynd : Pilli(v) og Stefán Ó(h)kveðjast á síðasta nýársfagnaði(Stefán er ólæs og var blindur lengi,ekki við því að búast að hann skrifi mikið hér)

26. febrúar 2013 - 01:35

Svein Brynjar þarf ekki að skamma hér,hann hélt þó allavega tölu á þorrablótinu,og afhenti hjálpartæki,sem mun eflaust koma sér vel síðar.Svo er Lassie líka flutt á klakan,brjálað að gera hjá honum í slökkviliðinu og svona.

Mynd : Seinn B og Lassie á góðri stund.

26. febrúar 2013 - 00:47

Það sem þessi vefur okkar Molduxana gæti nú verið skemmtilegur ef þessar DRUSLUR sem í félaginu eru myndu nú hundskast til að skrifa e.h,og birta hér.Flestir telja þessir menn sig vera snillinga og gríðarlegar mannvitsbrekkur,þó lítið fari nú fyrir því hér á vefsvæði okkar.Einn(0,5)er sá sem aldrei skrifar hér og vekur það furðu okkar hinna,því að hann getur nánast skrifað endalaust,þó svo það sé 50 % kjaftæði,25 % rógur,20 % lygi og 5 % dylgjur,þetta er auðvitað Árni ................

 

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2019 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is