Molduxarnir í Króatíu

Smelltu til að stækka mynd.
Molduxarnir í Króatíu

Frá ljúfum dögum Molduxa í Króatíu og nærliggjandi löndum á liðnu vori

"Uxarnir" nutu góðs af því að Ísland varð fyrst landa innan SÞ til að viðurkenna sjálfstæði Króata

Á liðnu vori fór félagsskapur á Sauðárkróki, sem kallar sig Molduxar í ævintýraferð mikla til Króatíu. Ferð þessi hafði verið í undirbúningi nokkuð lengi og þóttist hún takast með afbrigðum vel. Skipulag dvalarinnar í Króatíu hvíldi áð miklu leyti á hreðum Peter Jeliv sem þjálfaði úrvalsdeildarlið Tindastóls í körfubolta á liðnum vetri. Greinilegt er af frásögnum Molduxanna frá ferðinni að þeir hafa upplifað ferðalagið margsinnis í huganum eftir að heim var komið og enn nokkrum mánuðum seinnam dreymir Molduxana ljúfa drauma tengda Króatíuförinni. Molduxarnir lögðu líka áherslu á að verðveita þessar dýrlegu minningar, tóku mikið af myndum og héldu dagbók meðan á förinni stóð.  Hér á eftir birtast glefsur úr þessari dagbók. Áður skal þess þó getið að Molduxar er vart félagsskapur sem lengur getur talist nýr af nálinni. Um samheldinn hóp er að ræða sem haldið hefur saman frá því félagið var stofnað á árinu 1981.

Á árinu 1993 fóru fram töluverðar umræður og vangaveltur innan hópsins um keppnis- og kynnisferð Molduxanna til Evrópu. Á nýársfagnaði félagsins má segja á að ákvörpun hafi verið tekin um að fara ferðina í samvinnu við Petar Jelic. Að frumkvæði hans var ákveðið að taka þátt í alþjóðlegu körfuknattleiksmóti eldri leikmanna í Zagreb sem halda átti dagana 21. til 22 maí. Er þetta í 6. skiptið sem mótið er haldið og á þessu ári er haldið uppá 900 ára afmæli Zagreb sem er höfuðborg Króatíu eins og kunnugt er. Í mótinu tóku þátt 16 lið og komu þau flest frá Króatíu en önnur frá Ítalíu, Slóveníu og Austurríki auk þess draumalið Molduxanna frá Sauðárkróki (The Mud Bulls Dream Team)

Lagt var af stað frá Sauðárkróki kl. 6:00 skv. nákvæmri ferðaáætlun. Dagskipunin var að hafa aðeins nauðsynlegasta farangur með sér því við áttum eftir að keyra í litlum bíl stóran hluta ferðarinnar og plássið því takmarkað. Tóku menn því aðeins með sér strigaskóna, tannburstann og annan nauðsynlegan búnað.  Þátttakendur í ferðinni voru Alfreð Guðmundsson, Óttar Bjarnason, Margeir Friðriksson, Ágúst Guðmundsson, Hjörtur Sævar Hjartarson, Geir Eyjólfsson, Ingimundur Guðjónsson og Pálmi Sighvatsson milliríkjadómari. Peter Jelic kom til móts við liðið í Austurríki.

Áð í Köben

Flogið var til Kaupmannahafnar þann 16. maí og komið þangað kl. 18:30 að staðartíma. Í Kastrup var mættur fyrrum Molduxi, Friðrik Jónsson krati og ók hann okkur til hótels Evropa, en þar gistu Uxarnir sína fyrstu nótt í útlöndum. Um kvöldið nutu liðsmenn lífsins í Tívolí og hvíldu síðan lúin bein á hótelinu sem var eins nálægt Kakadu og Istegade og mögulegt var.  Molduxarnir gátu ekki kvartað undan neinu með þennan aðbúnað. Morguninn eftir vorum við mættir á Strikið um níuleytið. Lífið var rétt að kvikna í þessari frægu göngugötu Bauna. Gengum við niður að Nýhöfn og röltum um nágrennið fram að hádegi en þá var kúrsinn settur á flughöfnina í Kastrup. Lagt var að stað til Vínarborgar með SAS og lentum við þar kl. 16:00. Gist var á Reichshof hotel við Muhlfeldsgasse. Móttökur allar í Vínarborg voru með ágætum. Við komuna til Vínarborgar var hitastigið 28 gráður. Daginn áður voru þrjár gráður á Króknum.  Ferðafélagarnir gengu niður Pratnerstrasse allt að Stefáns dómkirkju sem er ein frægasta kirkja í Evrópu. Athygli vöktu fagrar byggingar og fjörugt mannlíf. Allir fóru snemma í rúmið þar sem í vændum var leikur í Graz daginn eftir.

Miðvikudagurinn 18. maí hófst með skoðunarferð um Vínarborg. Kl. 14:22 var stigið upp í lestina til GraZ, en þar búa rúmlega 700.000 manns. Ferðalagið með lestinni var sérstaklega skemmtilegt og útsýnið frábært í austurrísku  landslagi. Á brautarpallinum í Graz beið enginn annar en Petar Jelic ásamt sinni fjölskyldu auk liðsmanna úr körfuknattleiksliðinu GAK frá Graz. Petar kyssti alla og hrópaði upp yfir sig . Oh my god, you made it!

Sigur í fyrsta leik.

Gestgjafar okkar í GAK liðinu óku Molduxunum beinustu leið til gististaðarins þar sem við fengum fimm mínútur til að gera okkur klára í leikinn. Reyndar voru Uxarnir orðnir þyrstir í að spila körfubolta, þar sem við höfðum ekkert æft síðastliðinn hálfan mánuð vegna ótta við meiðsli. Leikurinn hófst kl. 18 og skemmst er frá því að segja að Molduxarnir unnu sinn fyrsta Evrópuleik 61-50.  Annað afrek var að Pálmi Sighvatsson dæmdi sinn fyrsta leik á erlendri grund. Að leik loknum buðu liðsmenn GAK Molduxunum til dýrlegs kvöldverðar þar sem skipst var á gjöfum og spjallað um heima og geima. Í blaðinu Kleine Zeitung sem er bæjarblað Graz, hafði verið skýrt frá komu Molduxanna. Ekki er því að neita að okkur brá töluvert í brún þegar við sáum í blaðinu frétt um komu Icelandiv Old Star National team, þar sem fæstir okkar höfðu spilað deildarleik á Íslandi.

Fimmtudaginn 19. maí voru Molduxarnir komninr á fætur kl. 7 eins og reyndar flesta aðra morgna í ferðinni.  Eftir morgunverð var lagt af stað með bifreið sem við höfðum leigt og tók níu manns með ökumanni, áleiðis til Zagreb. Ekið var í gegnum Sloveníu að landamærum Króatíu þar sem við sóttum um vegabréfsáritun og komust þar klakklaust í gegn. Loks var komið til Zagreb kl. 12:35

Fyrsta veislan.

Þegar höfðu fæðst einkunnarorð ferðarinna:?við erum afar tímanaumir og megum engan tíma missa?. Eftir hádegið var farið í eftirminnilega skoðunarferð með rútu um borgina.

Um kvöldið bauð mótsmefndin Molduxunum til glæsilegs kvöldverðar í veitingahúsi utan við borgina. Að því loknu héldu menn heim á hótel Panorama til hvíldar. Á hótelinu hittum við fyrir Íslendinga þá er starfa í nágrenni Zagreb á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þau sem við hittum voru hjónin Þór Magnússon og Hulda Guðmundsdóttir, Jóhann sonur þeirra, Auðunn Ólafsson og Hafsteinn Halldórsson. Eru þessir Íslendingar í ábyrgðarstörfum hjá Sameinuðu þjóðunum og Hjálparstofnun kirkjunnar.  Mjög gaman var að hitta landann og hvöttu þau okkur óspart í leikjunum.

Föstudaginn 20. maí hófum við með kaffidrykkju á veitingastað sem Drazen Petrovic átti og staðsettur er í stórri skrifstofu- og verslunarhúsi sem stendur við hliðina á íþróttamiðstöð Cibona Zagreb. Síðan vorum við leiddir um Sali af framkvæmdastjóra félagsins.

Vömbin kýld enn.

Að lokinni þessari heimsókn æddi Petar með okkur fótgangandi eitthvað inn í borgina. Eftir um klukkustundargang sagði hann ?Hér inn? og á móti okkur tók Antun Capeta, forseti undirbúningsnefndarinnar. Áður en við gátum nokkrum vörnum við komið vorum við allir komnir með glas í hönd, en fyrsti leikur okkar í mótinu átti að hefjast kl. 15:00.  Voru Molduxarnir leiddir inn í glæsilegan sal þar sem dúkað borð beið. Svitinn spratt út á mönnum þegar leiddar voru getur að því, til hvers í ósköpunum ætti að nota öll þessi hnífapör og þessi glös.  Óhætt er að segja að nú hófust fyrir alvöru kynni okkar af Króatískri gestrisni.  Til gamans skal mú matseðillinn kynntur. Eftir fordrykk var fyrsti réttur borin á borð, en hann samanstóð af skinku, eggjum og heimalöguðum osti. Með réttinum var borin salatdiskur sem út af fyrir sig var heil máltíð. Þá kom á borðið réttur nr. tvö, bragðsterk kjötsúpa með brauði.  Því næst voru sneiddar kalkúnabringur ásamt meðlæti á matseðlinum. Aðalrétturinn var lambasteik með öllu tilheyrandi og gerðust menn þónokkuð mettir. Loks fékk hver maður stóra skál, fulla af jarðaberjum með fjóma. Að lokum var boðið uppá kaffi og koníak.

Landslaginu undir Nöfunum lýst.

Undir borðum hélt Antun ræðu og lýsti ánægju sinni með komu okkar til Zagreb. Antun sagði jafnframt að Íslenska þjóðin yrði alltaf sérstök í augum Króata, en eins og kunnugt er urðu Íslendingar fyrsta þjóðin innan Sameinuðu þjóðanna til að viðurkenna sjálfstæði Króatíu. Um leið og við þökkuðum fyrir okkur, gáfum við gestgjafanum fána Sauðárkróksbæjar. Það vakti sérstaka athygli er Antun lýsti hiklaust landslaginu við Krókinn með því einu að horfa á fánann og lýsir þetta vel hvernig tekist hefur til með hönnun á merki bæjarins. Ekki var mikill tími til ræðuhalda og við orðnir afar tímanaumir. Þennan dag varð Alfreð 32 ára. Af því tilefni fór afmælisbarnið ásamt Petar og keypti kökur í afmælisveisluna. Þegar eigandi bakarísins uppgötvaði að viðskiptavinurinn væri frá Íslandi, var reikningurinn snarlega dreginn til baka og Alli og Petar kvaddir með virktum.  Okkur virtist Króatar almennt upplýstir um Ísland og þess má geta að um kvöldið var sýnd í sjónvarpinu íslenska kvikmyndin, Kristnihald undir Jökli.

Snerpan og getan óx er á mótið leið.

Um kvöldið fórum við ásamt undirbúningsnefndinni og Íslendingunum hjá Sameinuðuþjóðunum á krá og snæddum heimalagaðar reyktar pylsur á veitingastað sem heitir KONOBA ?Fiesta?. Þarna var okkur réttur gítar og sungum við öll þau lög sem við kunnum og er það töluvert. Króatarnir vinir okkar sungu einnig, sýndu töfrabrögð og var stemningin frábær.  Snemma fórum við í háttinn og snemma upp morguninn eftir. Molduxarnir léku hörkuleik við SISAK frá borginni Sisak sem er um 40 km. frá Zagreb. Molduxar voru yfir lengi vel en gáfu eftir á síðustu mínútunum og töpuðu naumlega 57:61. Í hádeginu var okkur boðið í mat og að vanda fengum við veitingar og þjónustu að hæfi höfðingja. Var okkur færður keramikvasi sem var sérstaklega búinn til fyrir okkur og merktur Molduxum. Um nónbil lékum við annan leik við lið frá Zagreb sem kallað var MAM-VIN Zagreb og unnum við 59:38 eftir að hafa verið tveimur stigum yfir í hálfleik.  Greinilegt var að eftir því sem á mótið leið óx snerpan og getan hjá Molduxunum en því miður lékum við ekki fleiri leiki í mótinu.

Fyrstu merkin um stríðið.

Vinir okkar í GAK frá Graz komu til okkar eftir leik og báðu um liðstyrk þar sem þeir voru orðnir fáliðaðir en því miður gátum við ekki hjálpað þeim því strax eftir leik fórum við Íslendingunum vinum okkar til birgðastöðva Sameinuðu þjóðanna við Zagreb flugvöll. Þar fórum við og settum upp hjálma og klæddum okkur í brynvarin vesti og fengum að setjast upp í stærsta bryndrekann á svæðinu. Það skal tekið fram að þarna sáum við einu merkin sem gáfu til kynna að Króatar ættu í stríði. Á leiðinni til baka á hótelið keyrðum við Íslandsgötu og sýnir það vel hug Króata til Íslands að gata í höfuðborginni skuli hafa verið látin heita eftir landinu.

Sunnudagur 22. maí. Þann dag sáum við úrslitaleikina á mótinu og fylgdumst við félaga okkar Pálma dæma leikinn um þriðja sætið í mótinu.

Strax eftir mótslok bauð Petar og fjölskylda Molduxunum til veislu á bóndabýli sem var í eigu mágs Petars, Ivo, en við kölluðum hann ætíð Jón bónda. Engum blöðum er um að fletta að heimsóknin á bóndabæinn var hápunktur ferðarinnar. Bæði er náttúrufegurðin einstök í sveitum norðan við Zagreb og hitt að móttökurnar voru dæmalausar.  Eftir stórkostlega veislu var framborin geysistór rjómaterta í laginu eins og Ísland, skreytt með fánum Króatíu og Íslands og hélt frú Jelic tölu við það tækifæri og mælti nokkur hlý orð í okkar garð. Tertan var eins og nákvæmt landakort og eini staðurinn sem var merktur inn, var Sauðárkrókur.  Ljóst er að Petar og fjölskylda bera hlýjan hug til Sauðkrækinga og dvalarinnar á Króknum. Áður en haldið var heimleiðis færðum við gestgjöfum okkar myndabækur að gjöf, Reykjavík 200 ára og Hin hliðin á Íslandi ásamt stækkaðri ljósmynd af Sauðárkróki.

Nú verður að fara hratt yfir sögu. Á mánudetinum var ferðast og m.a. í borginni Pula skoðuðum við merkilegt hringleikahús sem byggt var af Rómverjum árið 123 fyrir Krist.

Vandræði á bílastæði.

Áfram var ferðast á þriðjudeginum og þá ekið yfir landamærin til Ítalíu. Um kvöldið var tekið þátt í þriggja liða móti sem fram fór á eynni Lydo í Feneyjum. Frammistaða Molduxa var vonum framar á þessu móti. Ítalarnir færðu okkur fallegar gjafir sem við endurguldum. Að mótinu liknu var þátttakendum boðið til kvöldverðar.

Miðvikudaginn 25. maí héldum við til Trieste þar sem í fyrsta skipti í ferðinni gafst tími til að kíkja í búðir og slaka örlítið á. Um kvöldið lentum við í vadræðum með bílastæði utan við hótelið. Kom upp sú staða að Uxarnir þurftu að ýta bílnum til á stæðinu.  Þá kallar Pálmi leiðsögumaður Sighvatsson til Petars sem sat við stýrið.?Ví möst ít the kar?!!?

Fimmtudaginn 26. maí fór hópurinn í ferðalag til Vínarborgar. Ekið var til Lublijana og þaðan tekin lest til Vínarborgar, framhjá Graz. Var Petar kvaddur í Lublijana og bauð hann þar okkur til hádegisverðar.  Framkvæmdastjóri veitingastaðarins sem nefndist Number Six, þekkti Petar frá fyrri tíð, en Petar ver og er mjög þekktur í Króatíu sem körfuknattleiksmaður og þjálfari.  Okkur var þegar orðið ljóst hversu mikla vinnu hann hafði lagt í undirbúning ferðarinnar, en hvergi voru hnökrar í skipulaginu frá upphafi til enda. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir frábærar móttökur og alúð í okkar garð. Föstudagurinn 27. maí. Frá Vínarborg flugum við til Kaupmannahafnar þar sem við höfðum 6 klukkustundir til að slaka á áður en haldið var af stað heim á leið. Notuðum við tímann og nutum lífsins á Strikinu við fjölbreyttar uppákomur. Molduxarnir lentu á Keflavíkurflugvelli kl. 21:30 og óku rakleiðis af stað til Sauðárkróks, en þangað komum við kl. 3 um nóttina. Löngu og viðburðaríku ferðalagi var lokið.   

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2019 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is