Molduxar í öðru sæti á hörkumóti í Borgarnesi

Lið Molduxa. Sævar, Ingó, Geiri, Olli og Árni. Fremri röð: Palli, Valli og Alli. Mynd: Sigga Leifs

Á föstudagskvöldið var haldið árlegt oldboy‘s mót Skallagríms í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.  Það voru lið Skallagríms, Fram, Vals og Molduxa frá Sauðárkróki sem öttu kappi að þessu sinni og var mikil barátta milli liða. Valsarar reyndust sterkastir og unnu mótið.

Kiddi Ká var Valsmönnum til mikillar fyrirmyndar bæði utan vallar sem innan

Valsmenn með Kidda Ká í fararbroddi unnu alla sína leiki nokkuð örugglega og unnu mótið en Molduxar hrepptu annað sætið eftir mikla baráttu. Skallagrímur með Indriða frá Húsey innanborðs endaði í þriðja sæti og Framarar ráku lestina.

Sævar tekur við viðurkenningu sem besti maður mótsins

Að móti loknu voru veitt verðlaun þar sem hinn kraftmikli Molduxi Sævar Hjartarson var valinn besti maður mótsins en þess var sérstaklega getið að hann hafi átt bestu áhorfendurna en fimm börn Sævars fylgdu honum á mótið og hvöttu Molduxana óspart til dáða. 

Meistaraflokkur Skallagríms sá um framkvæmd mótsins og rennur ágóði þess í starfið í deildinni.

Beðið eftir boltanum. Mynd: Sigga Leifs

Beðið eftir boltanum. Mynd: Sigga Leifs

Molduxar í gulum vestum á móti Fram. Mynd: Sigga Leifs

Gísli Einarsson tengdasonur Skagafjarðar lék í liði Skallagríms.

Indriði Jósafatsson frá Húsey er prímusmótor Old boys móts Skallagríms

Sævar mætti með vel skipað klapplið sem hvatti Molduxana óspart til dáða.

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2019 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is