Félagssöngur Molduxa

Texti: Hilmir Jóhannesson / Lag: Öxar við ána.

Molduxar mæta
margir þá kætast
tryllast og tæta
þau tök eru heit.
Kapparnir heppnir
hrista nú keppi
heimsfrægir greppir
í glaðbeittri sveit.
Upp, upp, áfram og vinna
upp, upp, aldrei slaka má.
Berjumst nú til þrautar
þjótum fljótt og skjótum
Molduxarnir mala þá.

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2019 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is