Mao veitti Árna afturfaraverðlaunin
Mao kom og veitti Árna afturfaraverðlaunin
16. janúar 2009 - 09:59
Árshátíðin að baki
Afturfarabikarinn veittur í fyrsta sinn

Uxarnir héldu nýársfagnað sinn með pompi og prakt þann 10. janúar s.l. Voru þar haldnar lærðar ræður og veittar margs kyns viðurkenningar, þ.á.m. afturfarabikarinn (35 kg) sem Árni Egilsson hlaut fyrstur og síðastur allra, en sami Árni hlaut framfarabikarinn ekki alls fyrir löngu.Margeir annaðist Menningaratriðið, las ljóðabálk eftir Gyrði Elíasson. Geirmundur Heljarmave bauð af sinni alkunnu rausn, hálfri þjóðinni í fimmtugs afmæli Árna sem eins og kunnugt er mun halda heljar veislu á Svaðastöðum (fucking palace) þegar líður á  árið. Ólafur Sigmarsson hélt  ræðu og upplýsti ágæta gesti okkar um mannkosti Árna og annríki hans við að bjarga þjóðinni í ferðalögum um allan heiminn þar sem hann hitti þjóðhöbbdíngja og aðra fyrirmenn í þeim erindagjörðum að annast hagsmuni starfsmanna sveitarfélagsins Skagfjarðar eins og meðfylgjandi myndir bera vonandi með sér. Páll Friðriksson, alias Pilli bróðir, flutti lag við frumsamið ljóð sitt og var það einn af mörgum hápúnktum fagnaðarins. Kvartettinn Fjórir nótar kom fram og rústaði salinn, margraddaðir. Ásmundur Þúfnabani hlaut framfarabikarinn, öllum á óvart.  Gilsbúngurnar héldu einkafund og kusu Árna  kynóþokka ársins 2008. Einnig söng drengjakór Uxa nokkur lög fyrir samkvæmið undir hiklausri stjórn Ingimundar Eyrarrósar. Að venju flutti Árni Egilsson klukkustundar ræðu í lokin þar sem hann m.a. kallaði íþrótamennina í Molduxum, kúahjörð. Uxar og gestir þeirra snæddu m.a. útúrreykt hangilkjöt frá Ingólfi á Lágmúla, hreint hnossgæti með ekki síðri sósu frá Heljarmavanum, sem eins og alþjóð veit, hefur afburðaþekkingu og vit á mat.Sveinn Brynjar leitaðist við að lýsa persónunni Árna Egilssyni, taldi hann ekki ólíkan úttroðnum fataskáp. Margt fleira var á dagskrá. Eftir á var stiginn dans fram á nótt. Loks gengu menn og konur til náða, hamingjusöm eftir vel heppnaða hátíð.

ág

« Til baka

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2019 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is