18. desember 2017 - 11:08
Jólamót Molduxa 2017
Jólamót nr 24

Jólamót Molduxa 2017
Leikið er eftir hinu stórbrotna og magnaða Monrad kerfi á jólamóti Molduxa þann annan í jólum. Til þess að mótið gangi upp út frá fjölda valla og tíma þá þarf að takmara fjölda við 18 lið. Fyrstu 18 liðin sem skrá sig komast í mótið.
Skráning á netfangið pilli@simnet.is fyrir 20. desember.
Leikið verður í einum riðli og er hver leikur 2x10 mín. 
Miðað við 18 lið verða leiknar 4 umferðir. Þau tvö lið sem standa efst eftir þrjár umferðir leika sinn fjórða leik, sem jafnframt er úrslitaleikur mótsins, eftir að aðrir hafa lokið leik. Leikið verður á stórum velli. 
Kerfið vinnur þannig að það raðar liðum upp af handahófi (random) í fyrstu umferð. Eftir það raðast liðin upp eftir úrslitum (í annarri umferð leika vinningsliðin hvert á móti öðru og tapliðin sín á milli). Hver leikur og úrslit í umferðunum fjórum skiptir því öllu máli fyrir hvert lið. Að öðru leiti eru reglur óbreyttar frá fyrri mótum.
Allar upplýsingar um mótið og úrslit verða aðgengileg á Facebook grúppu Jólamót Molduxa. https://www.facebook.com/groups/1666271746983227/
Gleðileg jól!

« Til baka

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2019 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is