19. desember 2015 - 19:00
Jólamót Molduxa - Fyrstir koma fyrstir fá
Breytingar á leikjafyrirkomulagi

Jólamót Molduxa

Ákveðið hefur verið að leika eftir hinu stórbrotna og magnaða Monrad kerfi á jólamóti Molduxa þann annan í jólum. Til þess að mótið gangi upp út frá fjölda valla og tíma þá þarf að takmara fjölda við 18 lið. Fyrstu 18 liðin sem skrá sig komast í mótið.

Skráning á netfangið pilli@simnet.is

Leikið verður í einum riðli og er hver leikur  2x10 mín. Miðað við 18 lið verða leiknar 4 umferðir og einn úrslitaleikur í lokin á milli tveggja stigahæstu liðanna.

Kerfið vinnur þannig að það raðar liðum upp af handahófi (random) í fyrstu umferð. Eftir það raðast liðin upp eftir úrslitum (í annarri umferð leika vinningsliðin hvert á móti öðru og tapliðin sín á milli). Hver leikur og úrslit í umferðunum fjórum skiptir því öllu máli fyrir hvert lið.

Vonum að þessi breyting leggist vel í mannskapinn.

Allar upplýsingar um mótið og úrslit verða aðgengileg á Facebook grúppu Jólamót Molduxa.

Gleðileg jól!

« Til baka

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2018 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is