Svæk á þessi !
20. desember 2013 - 16:14
Jólamót Molduxa haldið í tuttugasta sinn
Þó eru Molduxar síungir.

Að venju mun ungmennadeild Molduxa standa fyrir jólamóti annan jóladag í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en mótið hefur verið haldið sl. tvo áratugi. Fyllist þá íþróttahúsið af allskyns körfuboltakempum á öllum aldri sem leika frekar af kappi en forsjá. Skráning er hafin.

Mótið er sérstaklega vinsælt meðal brottfluttra Skagfirðinga sem vilja sýna sig og sjá aðra og um leið rifja upp körfuboltakunnáttuna sem virðist aldrei gleymast, bara ryðga. Flestir hafa keppendur verið um 160 en oftast taka um 20 – 25 lið þátt í mótinu. Allur ágóði hefur runnið til körfuboltadeildar Tindastóls sem séð hefur um dómgæslu og nú ætla yngri flokkar að sjá um ritarastörf. Keppt verður í opnum flokki, kvennaflokki og +35 og fer skráning fram á netfangið pilli@simnet.is eða í síma 8619842 og henni lýkur á hádegi jóladags 25. desember.  Mótið hefst svo stundvíslega klukkan tólf daginn eftir 26. desember.

« Til baka

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2019 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is