Barónar unnu í þetta skiptið.
Bílstjóri Baróna glottir út í annað yfir sigrinum !
20. apríl 2009 - 09:42
Vel heppnuðu vormóti lokið
Barónar heim með bikarinn

Vormóti Molduxanna 2009 lauk um kl. 17 á laugardag. Það er samdóma álit marktækra að mótið hafi heppnast einkar vel. sem nú var fyrir 40 ára og eldri.  Barónar úr Gríndavík stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins. Þeir voru vel að sigrinum komnir, lið þeirra er vel mannað og hampaði Þorsteinn fyrirliði þeirra bikarnum með bros á vör. Úrslitin komu svo sem ekki mikið á óvart því aðal kraftframherji liðsins er enginn annar en Ólafur Jóhannsson, ættaður frá Hvammi í Fljótum.  Uxarnir voru einu stigi frá úrslitunum, þeir hafa aðeins tvisvar tapað áður með minni mun. Fram lenti í öðru sæti. Að móti loknu héldu menn á efri hæð til Viggós og Rannveigar og áttu þar góða stund við spjall og veitingar. Sérstaka lukku olli margreykt hangikjöt sem Vignir Kjartansson kom með úr búri sínu. Um kvöldið var síðan haldin hefðbundin kvöldvaka á Mælifelli, snæddur ljúffengur kvöldverður og svo var ball á eftir. Þar léku fyrir dansi Margeir Friðriksson og Jóhann bróðir hans ásamt snillingum úr Von. Á kvöldvökunni voru Valsmenn stjörnur kvöldsins sem fyrr. Þeir mættu með kór á sviðið og tvær hljómsveitir og léku m.a. blús af innlifun. Valsmenn voru heiðraðir fyrir framlag sitt til kvöldvökunnar m.a. með einum pakka af Royal lyftidufti, mönnum fannst þeir hafa farið heldur stutt frá gólfinu í leikjum sínum og þá sér í lagi blúsforinginn Hannes Hjálmarsson. Stefán Stefánsson tók umbeðið trommusóló og fékk menningarleg verðlaun fyrir sláttinn. Um miðbik kvöldsins tóku Uxar af skarið og tilkynntu framboð til kjörs forseta Íslands. Þeir skákuðu fram Árna Egilssyni aðal samningamanni Molduxanna til áratuga. Árni hélt glimrandi framboðsræðu og sagði sér það bæði ljúft og skylt að verða forseti, það væri sitt aðal baráttumál að Ingimundur kórstjóri fengi Eyrarrósina. Er það mál meiri spámanna að flýta eigi kosningum, úrslit liggi í raun fyrir.  Nú tala allir um Árna forseta á Bessastöðum. Forsetafrúin, Þórdís fékk vægt kvíðakast fyrir öllum gestaganginum sem framundan er hjá forsetahjónunum.

Alfreð Guðmundsson stjórnaði mótinu með heiðri og sóma og færum við Uxar honum og Valbirni góðar þakkir fyrir vel unnin störf við undibúning og framkvæmd mótsins.

ÁG

« Til baka

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2019 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is