Mótsreglur á Molduxamótum

 1. Leiktími er 2 x 12 mín - klukka ekki stöðvuð. Tvær mín. skal vera á milli leikhluta.
 2. Við fjórðu villu fer leikmaður útaf í leik.
 3. Fimm leikm. eiga að hefja leik hjá hverju liði ( lágmark 3, annars tapast leikur).
 4. Ef leikur endar jafnt, standa þau úrslit.
 5. Eitt vítaskot sem gefur eitt, tvö eða þrjú stig eftir dómi.
 6. Lið má skipta út leikmönnun að vild.
 7. Dómari skal sjá til þess að vítaskot sé framkvæmd strax eftir brot ( 5 sek.) Ef einhver leikm. tefur framkvæmd dómsins viljandi skal umsvifalaust dæma tæknivíti á viðkomandi og refsingin vítaskot.
 8. Leikmenn skulu hafa 24 sek. regluna í heiðri og munu dómarar dæma boltann af liði því sem talið er tefja leikinn viljandi.
 9. Fyrir utan þessar reglur gilda reglur KKÍ í móti þessu.
 10. Viðhafast skal prúðmannleg framkoma utan sem innan vallar á meðan mótið stendur yfir.
 11. Allir eiga að skemmta sér vel.
 12. Með lögum skal mót byggja.
 13. Góða skemmtun !
© 2019 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is