Hér er skáldskapur Molduxa birtur óritskoðaður !
Ástand Uxa í júníbyrjun 2010

Villupúki og vælukjói
Vinskap aftur bundust.
Eflist Vignir eins og Jói
er þeir loksins fundust.

Minnkar áfram Mennta-Geiri
Maron er að hlaða.
Lygasögur lætur fleiri
Litli – Pilli  vaða.

Ágúst grefur eplin jarðar,
Ási kylfur mundar.
Árni kallinn æfir harðar,
upp á tindinn skundar.

Valli  sprettur vaskur  brunar
vítateiga á milli.
Svitinn títt af Svæk nú bunar,
svöl er Munda snilli.

Jói í Namibíu

Jói er að álpast í allskonar fríum

Með antilópum , springbok og gnýjum

Og Í Okapuka

Má í poka kúka

Því í Namibíu kynnist hann háttum nýjum

Alli.

Marinn eftir mótið er

Marinn eftir mótið er,

mjaðmir varla í liði.

Höfuðið samt hátt ég ber,

 helst í ró og friði.

Molduxi með ljúfa lund !

Molduxi með ljúfa lund,
léttur er á ralli.
Pilli, Ingó, Geir frá Grund
Gústi , Vignir, Alli.
Ási, Jói, Ingimund,
Árni, Maron ,Palli.
Olli, Sveinn með aukapund,
einnig Svæk og Valli.

Uxa þekkist sagan senn,
sigurhefð þeir bera.
Höfðingjar og heldrimenn
hiklaust taldir vera.
Boltafærni bæta enn
á bikar nafn sitt skera.
Ætíð  gjarnan eitthvað spenn-
andi vilja gera.

Æðiskáldið segir :

Kann ég bara copy paste

kannski líka enter

Hef þó, sem þú Valbjörn veist,

vit á því sem pent er.

 

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2019 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is