Um Molduxa

Félagsskapur Molduxanna hófst þótt ótrúlegt kunni að hljóma, með því að hópur áhugasamra ungra manna á Sauðárkróki fór að iðka knattspyrnu. Fljótlega varð ljóst að íþróttagreinin höfðaði ekki til hópsins sem bjó yfir mun meiri hæfileikum en fengu að njóta sín í þeirri grein s.s.hraði, snerpa og ekki síst skýr hugsun.  Þróaðist því félagsskapurinn fljótlega yfir í körfuboltafélag.

Fyrsti leikur hópsins undir nafni Molduxa fór fram á Siglufirði þar sem keppt var í fótbolta það herrans ár 1979. Um þær mudir voru margir ágætis menn í röðum félagsins s.s. Gestur Þorsteinsson, Simmi Guðmunds, Auðunn Hafsteinsson, Helgi Jónsson, Steini Birgis, Þórhallur Ásmundsson, Broddi Þorsteinsson, Reynir Barðdal, Guðmundur Guðmundsson og undirritaður Óttar Bjarkan Bjarnason ásamt fleiri góðum mönnum.

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2019 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is